This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

júlí 9, 2013, 18:13

Mikil stemning á Akranesi

Evrópustofa heimsótti Akranes á Írskum dögum, laugardaginn 6. júlí, og bauð þeim sem áhuga höfðu upp á upplýsingaefni á íslensku um Evrópusambandið.

 

Það var líf og fjör í tjaldinu við hafnarbakkann þar sem fjöldinn allur mætti og tók þátt í markaðsstemmingunni og hlýddi á fjörug skemmtiatriði og frábæra tónlist.

 

Evrópustofa þakkar góðar móttökur og skemmtilegar samræður á Skaganum og stefnir á að rokka á Eistnaflugi um næstu helgi!