This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

október 31, 2014, 10:42

Evrópusamvinna - kynning 6. nóvember á Háskólatorgi

Kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi verður haldin á Háskólatorgi fimmtudaginn 6. nóvember 2014 kl. 15-17.


Á kynningunni gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra og norrænna samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á sviði menntunar og menningar, rannsókna og vísinda, æskulýðsstarfs og íþrótta, nýsköpunar og atvinnulífs.Evrópustofa verður á staðnum og verður með margs konar upplýsingaefni um Evrópusambandið.

Evrópusamstarf fyrir alla 

Íslendingar hafa aðgang að fjölda samstarfsáætlana í gegnum EES samninginn og hafa verið mjög virkir í Evrópusamstarfi allt frá því hann tók gildi. Einnig á Ísland aðild að norrænu samstarfi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Hægt er að sækja styrki og stuðning til verkefna sem tengjast flestum sviðum þjóðlífsins og má þar telja áætlanir á sviði menntunar á öllum stigum, menningar og lista, vísinda og nýsköpunar, heilbrigðis og almannavarna, jafnréttis, vinnumiðlunar og fyrirtækjasamstarfs.

Einstaklingar, skólar, fyrirtæki, stofnanir og samtök finna eitthvað við sitt hæfi á Evrópusamvinnukynningunni á Háskólatorgi.

Allir velkomnir!

Frekari upplýsingar er að finna á vef Evrópusamvinnu, www.evropusamvinna.is.