This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

september 25, 2014, 14:05

Ítalía, stríð og friður á RIFF

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í dag og stendur yfir til 5. október. Meðal þeirra viðburða sem boðið verður uppá er úrval kvikmynda frá Ítalíu, sem nú er í forsæti ráðherraráðs ESB, og pallborðsumræður um stríð og frið, en hátíðin er meðal annars styrkt af Skapandi Evrópu, kvikmynda- og menningaráætlun ESB og Evrópustofu.


Eitt hundrað ár eru liðin frá því að fyrri heimsstyrjöld hófst, en mörg átök í heiminum í dag má rekja beint til þess hildarleiks. Af því tilefni verður stríð og friður sérstakt viðfangsefni RIFF þetta árið. Fjallað verður um átakasvæði víða um heim á umræðufundum og fyrirlestrum jafnt sem með kvikmyndasýningum. Viðburðirnir eru skipulagðir af RIFF í samvinnu við Evrópustofu, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norðurlönd í fókus, Norræna húsið, Sendiráð Finnlands, Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi og Blaðamannafélag Íslands.

Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, verður meðal gesta á umræðufndinum Evrópskt stríð - evrópskur friður sem fram fer í Stúdentakjallaranum 29. september kl. 16:00-18:30 en þar verða mismunandi hliðar átaka og samvinnu í Evrópu í brennidepli.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um dagskrá umræðufundanna.