This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

nóvember 3, 2014, 11:29

Iceland Airwaves: Off-venue í Evrópustofu

Frá því að Iceland Airwaves hátíðin var fyrst haldin hefur hún vaxið gríðarlega og er nú orðin ein af stærstu árlegu tónlistarveislum á Íslandi, þar sem ný tónlist er í fyrirrúmi, jafnt íslensk sem erlend.


Evrópustofa tekur þátt að þessu sinni og mun standa fyrir off-venue viðburðum í Evrópustofu, Suðurgötu 10, dagana 6. – 7. nóvember.

Komdu, njóttu tónlistarinnar og léttra veitinga og taktu þátt í laufléttum spurningaleik um Evrópu. Þú gætir verið á leiðinni í frí til Evrópu!

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Fimmtudagur 6. nóvember
17:00 – Hafdís Huld
18:00 - Michelle Blades (FR)
18:30 - Clea Vincent (FR)
19:00 – François Pernel (FR)


Föstudagur 7. nóvember
16:00 – François Pernel (FR)
17:00 – Pétur Ben
17:45 – Clea Vincent (FR)
18:30 – Mouving Houses (DE)
19:30 - Michelle Blades (FR)