This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

febrúar 10, 2015, 14:17

Hvað er þetta ESB?

Allt sem þú vildir vita um Evrópusambandið en þorðir ekki að spyrja!


Stutt, hnitmiðað og aðgengilegt námskeið um Evrópusambandið í Evrópustofu, Suðurgötu 10, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20:00 – 22:00.

Eins kvölds námskeið um sögu, uppbyggingu, stefnu og hlutverk Evrópusambandsins í víðu samhengi. Eiríkur Bergmann prófessor og Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent bjóða upp á skemmtilega og fræðandi kynningu á sambandinu og helstu þáttum Evrópusamvinnunnar.

Ókeypis aðgangur og léttar kaffiveitingar.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið evropustofa@evropustofa.is