This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

mars 27, 2015, 12:05

Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri í Evrópu: Réttindi sjúklinga og áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu þriðjudaginn 31. mars kl. 9:00-10:30 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins


Tilskipun Evrópusambandsins um réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri er ætlað að auðvelda aðgang að öruggri heilbrigðisþjónustu og efla samstarf milli aðildarríkja sambandsins á þessu sviði. En hvernig hefur gengið að innleiða þessa tilskipun og hvaða áhrif mun hún hafa fyrir Ísland?

Ný tilskipun Evrópusambandsins: Geta sjúklingar nú valið í hvaða landi þeir nálgast heilbrigðisþjónustu?


Hingað til hefur heilbrigðisþjónusta ekki verið talin hluti af því sviði sem Evrópusambandið vinnur að. Hinni nýju tilskipun Evrópusambandsins varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri er ætlað að auðvelda sjúklingum að velja í hvaða landi þeir nálgast þjónustuna. Hvers vegna var þessi tilskipun búin til? Gefur hún sjúklingum í raun fullkomið frelsi til að velja hvar þeir nálgast heilbrigðisþjónustu í Evrópu? Og hvernig er unnið að innleiðingu hennar?  

John Rowan er yfirmaður teymis hjá Evrópusambandinu sem vinnur að innleiðingu tilskipunarinnar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. 

Innleiðingin á Íslandi: Hvaða áhrif mun tilskipunin hafa á sjúklinga og íslenskt heilbrigðiskerfi? 

Íslensk stjórnvöld vinna nú að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Heilbrigðisráðherra mun leggja fram frumvarp í vor til breytinga á lögum um sjúkratryggingar með það að markmiði að innleiða tilskipunina. Hvaða áhrif mun tilskipunin hafa fyrir almenning á Íslandi og íslenskt heilbrigðiskerfi?

Þórunn Oddný Steinsdóttir er lögfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu í velferðarráðuneytinu. 

Fundarstjóri: Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur.

Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar frá kl. 8:30 til 9:00.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Evrópustofu, stendur fyrir opnum fundum um málefni sem eru ofarlega í umræðunni í Evrópu um þessar mundir. Sjónum er sérstaklega beint að  EES-samningnum, dýravelferð, heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, utanríkismálum og stjórnmálaástandinu í Evrópu. Fylgist með á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar: www.ams.hi.is og Evrópustofu, www.evropustofa.is