This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

september 10, 2014, 11:17

Fyrirlestur um fiskiðnað og útgerð í Evrópu miðvikudag 10. sept. kl.16:00 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands

Christian Cardon, bæjarstjóri í Trouville í Normandí, heldur fyrirlestur um fiskiðnað og útgerð í Evrópu.


Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudag 10. sept. kl.16:00 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands og er á vegum Sendiráðs Frakka á Íslandi og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og í samstarfi við Evrópustofu.

Boðið verður upp á franskt vín og hressingu að fyrirlestri loknum.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.

Trouville-sur-Mer er þekktur hafnar- og baðstrandarbær í Calvados-sýslu í Normandí. Þaðan róa daglega 27 togbátar sem sjá fisksölum í héraðinu fyrir hráefni. Trouville er miðstöð makrílveiða í Signuflóa.Christian Cardon hefur verið bæjarstjóri í Trouville-sur-Mer frá 1983. Hann gegndi veigamiklum embættum í ýmsum ráðuneytum í Frakklandi og á sæti í Ríkisendurskoðun Frakklands.