This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

febrúar 29, 2012, 17:00

Fundur um ESB á Akureyri - Evrópustofa um land allt

Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, efnir til fundar um Evrópumál á Akureyri, miðvikudaginn 29. febrúar, kl. 17-18 á Hótel KEA.

Á fundinum verður fjallað um stöðu mála innan Evrópusambandsins og gang aðildarviðræðna sambandsins við Ísland. Jafnframt verður starfsemi og tilgangur Evrópustofu, upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi kynnt. 

Fundaröð um allt land

Fundurinn er liður í því markmiði Evrópustofu að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB.  ,,Í því skyni ætlum við standa fyrir röð kynningar- og umræðufunda víðsvegar um landið á komandi vikum, enda afar mikilvægt að fólk taki þátt í Evrópuumræðunni óháð búsetu,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu.