This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

mars 2, 2012, 17:32

Fundur Evrópustofu um Evrópumálin á Akureyri

Það var góð mæting á kynningarfund um Evrópumál sem haldinn var nýverið á Hótel KEA á Akureyri


Evrópustofa stóð fyrir kynningarfundinum sem fjallaði um stöðu mála innan sambandsins og gang aðildarviðræðna við Ísland. Fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir víða um land á næstunni og verða þeir auglýstir síðar.


Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins, Timo Summa sendiherra ESB á Íslandi og Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastýra Evrópustofu héldu stutt erindi en áhersla var lögð á að hafa rúman tíma fyrir spurningar og umræður. Líflegar og málefnalegar umræður sköpuðust í kjölfarið um aðildarviðræðurnar, byggðastefnu, landbúnað, menntamál og tilgang og starfsemi Evrópustofu.


Hópurinn frá Evrópustofu nýtti einnig tækifærið og heimsótti fyrirtækin Promens, Becromal og Norðlenska. Einnig voru haldnir fundir með bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar, Eyþingi, Samtökum atvinnurekenda á Akureyri og ráðgjöfum Búgarðs. Þá átti hópurinn fundi með fulltrúum já og nei hreyfinga í Eyjafirði.

Myndir frá fundinum má sjá hér.