This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

nóvember 14, 2014, 15:05

Fullt út úr dyrum á bókaveislu

Oddný Eir Ævarsdóttir tekur við Evrópsku bókmenntaverðlaunum í Brussel þann 18. Nóvember næstkomandi, en verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu.


Af því tilefni blésu bókaforlagið Bjartur, Evrópsku bókmenntaverðlaunin og Evrópustofa til veislu á fjórðu hæðinni í Eymundsson, Austurstræti, fimmtudaginn 13. nóvember síðastliðinn, en Oddný Eir sendi nýverið frá sér sína fjórðu skáldsögu: Ástarmeistarann.

Hátt í hundrað manns mættu og hlýddu á Oddnýju Eir segja nokkur vel valin orð og Auði Aðalsteinsdóttur, formann íslensku landsdómnefndar bókmenntaverðlaunanna, sem fjallaði í stuttu máli um verðlaunin og niðurstöðu dómnefndar.

Þá nutu gestir léttra veitinga og hlustuðu á flutningi Möggu Stínu, Jakobs Smára Magnússonar bassaleikara og Péturs Hallgrímssonar gítarleikara, flytja nokkur Bubba-lög, en dagskráin var í höndum Rebekku Þráinsdóttur.

Myndir frá bókaveislunni má sjá hér