This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

maí 6, 2015, 13:01

Framtíð EES-samningsins

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu föstudaginn 8. maí kl. 13:30-15:30 í Öskju 132


Á undanförnum árum hefur það reynst EES-ríkjunum talsverð áskorun að fylgja eftir hraðri þróun Evrópusambandsins og við það hafa vaknað spurningar um hvaða framtíð liggur fyrir EES-samningnum. Á þessum fundi verður staða EES-samningsins skoðuð og spurt hverjar framtíðarhorfur hans eru. Er vægi samningsins að minnka hjá Evrópusambandinu? Þjónar hann að fullu hagsmunum almennings?

Frummælendur: 

Stefán Haukur Jóhannnesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins

Ingvild Næss Stub, aðstoðarutanríkisráðherra Noregs

Gianluca Grippa, deildarstjóri hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins

Eftir erindin verða pallborðsumræður með Ingvild Næss Stub og Gianluca Grippa ásamt eftirfarandi þátttakendum:
Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins
Gylfi Arnbjörnssson, forseti Alþýðusambands Íslands
Pétur Reimarsson, forstöðumaður, Samtökum atvinnulífsins
Svana Helen Björnsdóttir, starfandi stjórnarformaður og stofnandi Stika ehf.

Fundarstjóri: Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.