This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

febrúar 17, 2012, 12:17

Evrópustofa óskar eftir MA ritgerðum um ESB

Evrópustofa vill auka aðgengi að upplýsingum um Evrópusambandið og möguleg áhrif aðildar Íslands og hefur í því samhengi áhuga á að eignast MA ritgerðir um Evrópusambandið, Evrópusamrunann og Ísland.

 

 Ritgerðirnar verða aðgengilegar í bókasafni Evrópustofu sem upplýsingaefni. Settur verður upp listi á heimasíðu upplýsingamiðstöðvarinnar yfir ritgerðirnar sem verða aðgengilegar í safni Evrópustofu með krækju inn á rafræna útgáfu þeirra, þar sem því verður komið við. 

Það er markmið Evrópustofu að bæta þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Aðgangur að MA ritgerðum um sambandið og möguleg áhrif af aðild Íslands er góð viðbót við það fjölbreytta upplýsingaefni sem nú þegar er aðgengilegt í upplýsingamiðstöðinni að Suðurgötu 10, og á vefnum www.evropustofa.is.

Við hvetjum ritgerðahöfunda sem hafa fjallað um ofangreint efni til að hafa samband við okkur. Einnig biðjum við fólk sem þekkir til höfunda slíkra ritgerða að láta þá vita af áhuga okkar. 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðbergur, skrifstofustjóri Evrópustofu. 
Sími: 527 5700
Tölvupóstfang: gudbergur@evropustofa.is