This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

júlí 10, 2013, 16:15

Evrópustofa heimsótti Carbon Recycling International

Evrópustofa fór á Reykjanesið til að kynna sér framleiðslu Volcanol


Evrópustofa heimsótti Carbon Recycling International (CRI) og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins. CRI fangar CO2 frá iðnaðarútblæstri og breytir því í Volcanol, sem er hreint vistvænt metanól (RM). RM getur verið blandað við mismunandi tegundir eldsneytis fyrir bíla, tvinn- og venjulega bensínbíla. RM er einnig hægt að nota sem hráefni í framleiðslu á lífdísel. Framleiðsluaðferðin dregur úr losun á CO2 út í andrúmsloftið ásamt því að vera hagkvæm og sjálfbær leið til framleiðslu á vistvænu eldsneyti.

Heimsóknin var áhugaverð og skemmtileg. Fyrir þá sem vilja fræðast frekar um starfsemina er hægt að lesa sér til um fyrirtækið og ferlið á heimasíðu CRI.