This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

nóvember 12, 2014, 11:54

Evrópumeistarinn & Ástarmeistarinn

Út er komin ný skáldsaga Oddnýjar Eir Ævarsdóttir: Ástarmeistarinn. En einnig tekur Oddný Eir viđ Bókmenntaverđlaunum Evrópusambandsins í Brussel í næstu viku.

 

Af þessu tvöfalda tilefni bjóđum viđ til veislu á fjórđu hæđinni í Eymundsson, Austurstræti, á morgun, fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 17. 

 

Oddný Eir Ævarsdóttir tekur viđ Bókmenntaverđlaunum Evrópusambandsins í Brussel í næstu viku, en Bókmenntaverđlaunum Evrópusambandsins er ætlađ ađ veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viđurkenningu.

 
Auđur Ađalsteinsdóttir, formađur íslensku landsdómnefndar Bókmenntaverđlauna Evrópusambandsins segir frá verđlaununum í fáeinum orđum og frá niđurstöđu dómnefndarMagga Stína mun flytja lög eftir engan annan en sjálfan Bubba: "Þjóđlag" eftir Bubba og Snorra Hjartarson og "Haustiđ á liti." Möggu Stínu til halds og trausts verđa Jakob Smári Magnússon bassaleikari og Pétur Hallgrímsson gítarleikari.Oddný Eir mun útskýra tengslin viđ Bubba-lögin og segja nokkur orđ um verk sín. Bóksalinn góđi Eymundsson verđur međ bækur Oddnýjar á tilbođsverđi og höfundur er fús ađ árita. Utan um herlegheitin heldur Rebekka Þráinsdóttir og sér til þess ađ allt fari vel fram.


Þađ er stoltur útgefandi, Bjartur, Evrópsku bókmenntaverđlaunin og Evrópustofa sem bjóđa til veislunnar. Veriđ velkomin!