This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

apríl 29, 2015, 10:51

Evrópudagurinn 9. maí

Evrópudagurinn er haldinn hátíðlegur 9. maí ár hvert um alla Evrópu til þess að fagna friði og einingu í álfunni. Þann 9. maí árið 1950 setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram hugmynd sína um nýja tegund pólitísks samstarfs sem myndi gera stríð milli Evrópuþjóða óhugsandi.


Aðeins 5 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar lagði Schuman til að sett yrði á fót yfirþjóðleg stofnun sem myndi hafa yfirumsjón með kola- og stálframleiðslu í Evrópu. Hann kallaði eftir sáttum og samstarfi ríkja sem nánast höfðu tortímt hvert öðru. Sáttmáli um stofnun slíks samstarfs var undirritaður innan við ári síðar. Tillaga Schuman er álitin upphafið að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið.

Það er af þessu tilefni sem 9. maí er haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þar á meðal hér á landi, en Evrópustofa stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 10. maí kl. 20:00 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis en hægt er að tryggja sér miða á www.harpa.is eða í síma 528 5050 frá 2. maí nk.

 

Nánari upplsýingar um tónleikana er að finna hér.