This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

september 26, 2014, 09:00

Evrópski tungumáladagurinn er í dag!

Evrópski tungumáladagurinn er haldinn hátíðlegur í dag um alla Evrópu. Evrópuráðið og ESB standa sameginlega að deginum en markmiðið er að efla vitund fólks um evrópsk tungumál, fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og hvetja til tungumálanáms.


Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Evrópsku tungumálaári 2001 að frumkvæði Evrópuráðsins en síðan þá hefur Evrópski tungumáladagurinn verið haldinn 26. september ár hvert.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir hátíðardagskrá í tilefni af Evrópska tungumáladeginum í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi. Áhersla verður lögð á gildi fornmálanna og almennrar tungumálakunnáttu í víðasta samhengi. Frekar upplýsingar um dagsrkána er að finna hér.

Evrópusambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í tilefni dagsins og hana má nálgast hér en frekari upplýsingar er einnig að finna á síðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins