This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

febrúar 9, 2015, 10:46

Evrópska kvikmyndahátíðin Stockfish handan við hornið!

Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival in Reykjavík verður haldin dagana 19. febrúar – 1. mars 2015 í Bíó Paradís.


Markmið hátíðarinnar er að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli en áhersla verður lögð á að sýna það nýjasta í kvikmyndagerð Evrópu og heimsins alls. Á meðal gesta verða þekktir verðlaunaleikstjórar og aðrir alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn.

Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin undir þessu nafni en Evrópustofa og Bíó Paradís hafa staðið saman að evrópskum kvikmyndahátíðum undanfarin þrjú ár, jafnt í Reykjavík sem og á landsbyggðinni. Hátíðin á sér einnig enn dýpri rætur en með hátíðinni er Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni. Sú hátíð var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978.

Kvikmyndahátíðin er samstarfsverkefni allra hagsmunaaðila í kvikmyndageiranum á Íslandi og er henni ætlað að þjóna samfélaginu sem hún sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands.

Tvenn verðlaun verða veitt á hátíðinni – áhorfendaverðlaun og stuttmyndaverðlaun.

Dagsrká og fekari upplýsingar um hátíðina er að finna hér.