This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

september 16, 2014, 16:14

Evrópsk samgönguvika

Evrópsk samgönguvika hófst í dag, þriðjudaginn 16. september, og stendur til mánudagsins 22. september.


Samgönguvika er skipulögð í samastarfi við Umhverfis- og samgönguskrifstofu Evrópusambandsins en um er að ræða evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar sem haldin er ár hvert er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

Tvær ráðstefnur verða haldnar í tengslum við vikuna:

  • Miðvikudaginn 17. september veður haldin ráðstefna um vistvænar samgöngur á Grand hótel og hefst hún kl 8:50. Upplýsingar og skráning er á www.graenorka.is 
  • Föstudaginn 19. september verður haldið málþingið Hjólum til framtíðar í Iðnó og hefst kl. 9. Upplýsingar og skráning er á www.lhm.is


Fjöldi annarra viðburða verður á höfuðborgarsvæðinu og er hægt að fylgjast með þeim á Facebook-síðu átaksins, www.facebook.com/samgonguvika

Frekari upplýsingar er einnig að finna á vef átaksins, www.mobilityweek.eu/