This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

janúar 30, 2015, 13:10

Erindi um rafrænan innri markað Evrópu á UTmessu

Tölvu- og tæknimessan 2015, stærsti árlegi viðburður tölvu- og upplýsingatæknigeirans, verður haldinn föstudaginn 6. og laugardaginn 7. febrúar í Hörpu. Tilgangurinn er ekki síst að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi en öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt með einum eða öðrum hætti.


Á föstudeginum 6. febrúar fer fram ráðstefna og sýning fyrir fagfólk á sviði upplýsingatækni. Ráðstefnan er lokuð en skráning fer fram hér. Dagskrá má finna hér

Meðal fjömargra áhugaverðra fyrirlestra á ráðstefnunni er erindi Tonnie De Koster, frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem fjallar um rafrænan innri markað Evrópu (Digital Single Market). Ráðstefnan verður sett kl. 8 á föstudeginum en Tonnie De Koster mun tala í Eldborgarsalnum kl. 9:15. 

UT messan verður opinn almenningi laugardaginn 7. febrúar milli 10 og 17 og er ókeypis í bílastæðahúsið. Hér má nálgast upplýsingar um sýningabása og fleira. 

Frekari upplýsingar er að finna hér.