This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

mars 5, 2015, 16:27

EDD2015: Leiðtogar framtíðarinnar – opið fyrir umsóknir

Viltu taka þátt í stærsta viðburði Evrópu í þróunarmálum? Viltu leggja þitt af mörkum til umræðunnar og mótun stefnu í þróunarmálum? Sæktu um að verða ein/nn af leiðtogum framtíðarinnar og taka þátt í Evrópskum þróunardögum 2015 í Brussel!


Ungu fólki á aldrinum 21 til 26 ára, alls staðar að í heiminum, býðst að taka þátt í Evrópskum þróunardögum 2015 (EDD15), fyrstu evrópsku ráðstefnunni um alþjóðlegt samstarf og þróun, sem fer fram í Brussel 3. til 4. júní nk. Umsóknarfrestur er til 18. mars 2015.

Ungt fólk tekur virkan þátt í baráttunni gegn fátækt á hverjum degi af eigin frumkvæði og með margvíslegum nýstárlegum verkefnum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill votta framlagi ungs fólks viðurkenningu og varpa ljósi á árangur þess. Þannig vill Framkvæmdastjórnin gefa ungu fólki aukið vægi í mótun stefnu í þróunarmálum, sem hefur áhrif á ungt fólk og þeirra framtíð. Valin verða tólf ungmenni á aldrinum 21 til 26 ára sem þykja skara fram úr til að verða fulltrúar ungs fólks sem og öflugra áhrifa þeirra á þróunarmál. Þessum leiðtogum framtíðarinnar mun bjóðast að flytja erindi á mikilvægum málstofum um málefni sem þau hafa brennandi áhuga á, við hlið annarra leiðtoga heimsins.

Hvernig á að sækja um 

Umsóknarfrestur er 18. mars 2015. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt tveggja mínútna löngu myndbandi þar sem umsækjandi segir frá því hvað af þeim tólf málefnum sem rædd verða vekja mestan áhuga og af hverju. Framkvæmdastjórnin mun síðan velja fulltrúa æskunnar, framtíðar leiðtogana, út frá hæfileikum þeirra, reynslu og áhuga á málefninu.

Frekari upplýsingar má finna hér:
http://eudevdays.eu/futureleaders  
http://eudevdays.eu/