This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

mars 11, 2015, 14:54

EDD15: Myndasamkeppni fyrir ungt fólk – opið fyrir umsóknir

Vilt þú fá tækifæri til þess að deila sýn þinni á framtíðina með heimsleiðtogum í Brussel?


Ungu fólki hvaðan æfa að úr heiminum býðst að taka þátt í myndasamkeppni í tengslum við Evrópska þróunardaga 2015 sem fara fram 3. og 4. júní næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 10. apríl.  

Þema myndasamkeppninnar er tengsl matar og sjálfbærrar þróunar. Ungt fólk á aldrinum 15 til 25 ára, alls staðar að úr heiminum, er hvatt til þess að senda inn myndir ásamt stuttri frásögn sem lýsir sýn þeirra á það hvernig matur hefur áhrif á framtíðina.

Myndasamkeppnin fer fram á Facebook-síðu Þróunaraðstoðar Evrópu (e. EuropeAid) og gefst keppendum tækifæri á senda inn myndir í tengslum við þrjú mismunandi málefni; hvernig matur hefur áhrif á umhverfið, samfélagið og efnahaginn. Sex vinningshafar, einn frá hverri heimsálfu, vinna ferð með öllu inniföldu til Brussel á Evrópska þróunardaga sem fara fram 3. og 4. júní 2015. Myndir vinningshafanna verða sýndar á þróunardögunum þar sem vinningshöfum gefst tækifæri að hitta heimsleiðtoga í þróunarmálum.

Frestur til þess að skila inn umsóknum er til 10. apríl. Dómnefnd velur úr þeim 30 myndum sem hljóta flest atkvæði á Facebook og tilkynnt verður um vinningshafa þann 22. apríl 2015.

Frekari upplýsingar er að finna hér.