This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

apríl 15, 2015, 15:36

Aukinn innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna

Nýtt mat Eftirlitsstofnunar EFTA sýnir að Ísland bætir sig lítillega frá síðustu mælingu.


Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja er nú 2,0% en það er smávægileg aukning frá síðasta mati. Af öllum 28 ríkjum ESB og EFTA ríkjunum þremur er Ísland með mestan innleiðingarhalla eða 2,8%. Þetta þýðir að 31 tilskipun hefur ekki verið innleidd innan settra tímamarka á Íslandi. Innleiðingarhalli Noregs er nú 2,0% og er það örlítil aukning frá síðasta mati. Til samanburðar er innleiðingarhalli í ríkjum ESB 0,5% að meðaltali. Aðeinst eitt ríki, Slóvenía, fór yfir 1% viðmiðið og mældist með 1,4% halla.


Þetta kemur fram í nýju Frammistöðumati innri markaðarins. Eftirlitsstofnun EFTA og Framkvæmdarstjórn ESB hafa frá árinu 1997 birt frammistöðumat tvisvar á ári þar sem kynnt er hvernig EES-ríki sinna skuldbindingum sínum hvað varðar rétta og tímanlega innleiðingu á tilskipunum innri markaðarins. Svokallaður innleiðingarhalli er mælikvarði á hvernig þessi innleiðing hefur gengið.


Nýjasta Frammistöðumat ESA má nálgast hér.


Sjá nánar hér.