This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Fréttir

október 28, 2014, 13:37

Áhugaverður fundur um Slóveníu og ESB

Mánudaginn 27. október hélt Alþjóðamálastofnun, í samstarfi við Evrópustofu, opinn fund þar sem Dr. Cirila Toplak, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Ljubliana í Slóveníu, fjallaði um hvaða áhrif hugmyndir Slóvena um landið sem smáríki í ESB hafa haft á Evrópustefnu þess.


Í erindi Dr. Crilia Toplak kom fram að hugmyndir um Slóveníu sem áhrifalítið smáríki séu þó ekki endilega tengdar eiginlegri stærð landsins, heldur séu þær hluti af stjórnmálamenningu landsins. Slóvenía er land sem hefur alla tíð verið hluti af stærri ríkjum, ríkjasamböndum eða bandalögum, fyrir utan tímabilið frá 1991 (þegar landið sleit sig frá Júgóslavíu) og þar til það gekk í Evrópusambandið árið 2004. Þar af leiðandi hafa Slóvenar vanist því að valdamiðja þess hefur verið staðsett annars staðar en í höfuðborg landsins.

Dr. Toplak ræddi einnig úrslitin í Evrópuþingskosningunum sem haldnar voru í Slóveníu í lok maí síðastliðinn. Þar var kjörsókn 24,43%, en Slóvenía er með 8 sæti á Evrópuþinginu.

Fundarstjórn var í höndum Jónu Sólveigu Elínardóttur.