This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Teymið


Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Evrópustofu. Hún er með B.Sc. próf í landfræði frá verk- og raunvísindadeild Háskóla Íslands, prófi í  markaðs- og viðskiptafræði frá Interactive Marketing and Multimedia Academy í Danmörku, framhaldsnám í fjölmiðlafræði frá HÍ og MPA gráðu í stjórnsýslufræðum frá HÍ. Dóra hefur gegnum tíðina starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna hérlendis, blaðamennsku, almannatengsl, markaðs – og kynningarmál. Lengst af á Höfuðborgarstofu sem markaðstjóri ferðamála. Dóra hefur búið og starfað í Þýskalandi og Danmörku. Uppáhalds Evrópuborg Dóru er Kaupmannahöfn en Bilbao á Spáni er sú borg sem heillaði hana mest við fyrstu kynni.
Netfang: dora[hjá]evropustofa.is 
Sími: 5275704

Svanbjörg H. Einarsdóttir – Svana sér um almannatengsl og viðburði hjá Evrópustofu. Hún er með MA gráðu í blaða- og fréttamennsku, próf í upptökustjórn, leikstjórn og dagskrárgerð í sjónvarpi og útvarpi frá Spáni og próf sem leiðsögumaður. Svanbjörg hefur árum saman starfað beint og óbeint að miðlun, markaðsmálum, almannatengslum, kynningu, blaðamennsku, skipulagningu viðburða, að listum og menningu, stjórnun og þjónustu. Í hartnær áratug var hún framkvæmdastjóri Upplýsingaþjónustu menningaráætlunar ESB og Skrifstofu stjórnar listamannalauna. Þá starfaði hún einnig um árabil við að ritstýra mánaðarlegu fréttariti MEDIA (kvikmynda, sjónvarps- og margmiðlunaráætlun ESB) og aðstoða umsækjendur áætlunarinnar. Einnig hefur Svanbjörg starfað sem blaðamaður og leiðsögmaður og á yngri árum kom hún víða við var m.a. mjaltakona í Noregi, starfaði við fiskverkun, netagerð, sem matreiðslumaður, á bókasafni o.m.fl. Uppáhalds Evrópuborg Svanbjargar er Barcelona þar sem hún bjó í mörg ár en Lúblíana í Slóveníu og barokkborgin Lecce á Suður Ítalíu standa þó upp úr sem sigurvegarar í fegurðarsamkeppni Evrópskra borga.
Netfang: svana[hjá]evropustofa.is
Sími: 5275702


Úlfur Sturluson er upplýsingafulltrúi Evrópustofu. Hann er með B.A gráðu í ensku með japönsku sem aukagrein ásamt diplómu í ráðstefnutúlkun og mun ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands vorið 2015. Úlfur hefur starfað sem þýðandi meðfram námi síðustu árin og hefur meðal annars tekið að sér verkefni fyrir Sendinefnd ESB á Íslandi, Evrópustofu og Alþjóðamálastofnun við Háskóla Íslands. Úlfur hefur sérhæft sig í orkumálum Evrópusambandsins og samskiptum þess við Rússland, þá sérstaklega er varðar jarðgas. Úlfur á sér enga eina uppáhalds Evrópuborg en uppáhalds svæði hans í Evrópu er Normandy-héraðið í Frakklandi. 
Netfang: ulfur[hja]evropustofa.is
Sími: 5275703

Ragnhildur Nielsen er skrifstofustjóri Evrópustofu. 
Netfang: rnielsen[hja]evropustofa.is
Sími: 5275700

Auður Örlygsdóttir er vefstýra Evrópustofu. Hún er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum og BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands, með þjóðfræði sem aukagrein. Auður starfaði síðast á sviði upplýsingamála í utanríkisráðuneytinu en hefur m.a. unnið sem leiðsögumaður fyrir franska ferðamenn á Íslandi. Auður hóf störf hjá Evrópustofu í janúar 2013. Uppáhalds Evrópuborg Auðar er Allex í Frakklandi.
Netfang: audur[hjá]evropustofa.is 
Sími: 5275701