This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Saga ESB sáttmálanna


Franski utanríkisráðherrann Robert Schuman lagði til sameiningu kola- og stáliðnaðarins í Vestur-Evrópu árið 1950. Hugmyndir hans voru lagðar til grundvallar Parísarsáttmálanum ári síðar og undanfari Evrópusambandsins - Kola- og stálbandalag Evrópu - varð til. Síðan þá hefur ESB reglulega uppfært og bætt við sáttmálana til að tryggja skilvirka stefnumótun og ákvarðanatöku.

  • Parísarsáttmálinn, sem markaði stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu (e. European Coal and Steel Community), var undirritaður í París 18. apríl 1951 og öðlaðist gildi 1952. Hann rann úr gildi árið 2002.
  • Rómarsáttmálarnir, sem mörkuðu stofnun Efnahagsbandalag Evrópu (e. European Economic Community, EEC) og Kjarnorkubandalag Evrópu (e. European Atomic Energy Community, EURATOM), voru undirritaðir í Róm 25. mars 1957. Þeir öðluðust gildi árið 1958.
  • Einingarlög Evrópu (e. Single European Act, SEA) voru undirrituð í febrúar 1986 og öðluðust gildi 1987. Þau breyttu sáttmálanum um Efnahagsbandalag Evrópu og ruddu veginn að fullmótun innri markaðar Evrópu.
  • Sáttmálinn um Evrópusambandið - Maastrichtsáttmálinn - var undirritaður í Maastricht 7. febrúar 1992 og öðlaðist gildi árið 1993. Evrópusambandið (e. European Union) var þar með stofnað, Evrópuþingið fékk aukna hlutdeild í ákvarðanatöku og nýjum samstarfssviðum var bætt við.
  • Amsterdamsáttmálinn var undirritaður 2. október 1997 og öðlaðist gildi árið 1999 en þar var fyrri sáttmálum breytt.
  • Nice-sáttmálinn var undirritaður 26. febrúar 2001 og öðlaðist gildi árið 2003. Sáttmálinn bætti stofnanauppbyggingu ESB til að tryggja áfram skilvirka starfsemi þess í kjölfar inngöngu fjölda nýrra aðildarríkja árið 2004.
  • Lissabonsáttmálinn var undirritaður 13. desember 2007 og öðlaðist gildi árið 2009. Sáttmálinn einfaldaði starfshætti og reglur um atkvæðagreiðslur og með honum var stofnað embætti forseta leiðtogaráðsins og nýjar stofnanir til að efla stöðu ESB á alþjóðavettvangi.