This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

2. Evrópuþingið: rödd fólksins

Hlutverk:
Löggjafarsamkunda ESB kjörin beinni kosningu
Meðlimir:751 Evrópuþingmaður
Aðsetur:    Strassborg, Brussel og Lúxemborg
- www.europarl.eu


Þingmenn Evrópuþingsins (e. European Parliament) eru kjörnir beint af borgurum ESB og skulu gæta hagsmuna þeirra. Kosningar eru haldnar á fimm ára fresti og geta allir borgarar ESB ríkjanna yfir 18 ára aldri (16 ára í Austurríki) - 380 milljónir manna - kosið. Á Evrópuþinginu sitja 751 þingmaður frá öllum aðildarríkjunum 28.

Aðsetur Evrópuþingsins er í Strassborg (Frakklandi) en stofnunin starfar á þremur stöðum; í Strassborg, Brussel (Belgíu) og Lúxemborg. Aðalfundir þingsins, svokallaðir allsherjarfundir (e. plenary sessions), eru haldnir 12 sinnum á ári í Strassborg. Aukaallsherjarfundir eru haldnir í Brussel. Nefndafundir eru einnig haldnir í Brussel.

Samsetning Evrópuþingsins

Sætum í Evrópuþinginu er úthlutað á milli aðildarríkjanna í hlutfalli við heildaríbúafjölda ESB.

Flestir Evrópuþingmenn hafa tengsl við stjórnmálahreyfingu í heimalandi sínu. Á Evrópuþinginu draga stjórnmálaflokkar ríkjanna sig saman í samevrópska stjórnmálahópa og taka flestir Evrópuþingmenn sæti í þeim.

FJÖLDI EVRÓPUÞINGMANNA EFTIR AÐILDARRÍKJUM ÁRIÐ 2015

Aðildarríki 
Fjöldi þingsæta
Austurríki  18
Belgía  21
Búlgaría17
Bretland  73
Danmörk 13
Eistlan6
Finnland13
Frakkland74
Grikkland21
Holland26
Írland 11
Ítalía 73
Króatía 11
Kýpur6
Lettland  8
Litháen11
Lúxemborg6
Malta6
Pólland 51
Portúgal 21
Rúmenía32
Slóvakía 13
Slóvenía 8
Spánn 54
Svíþjóð 20
Tékkland21
Ungverjaland21
Þýskaland 96
SAMTALS       751Hvað gerir Evrópuþingið?

Evrópuþingið hefur þrjú meginhlutverk:
1.    Það setur lög ásamt ráðherraráðinu. Sú staðreynd að þingmenn eru kosnir beinu kjöri eykur lýðræðislegt lögmæti lagasetninga ESB.
2.    Það hefur lýðræðislegt eftirlit með starfsemi allra stofnana ESB, sérstaklega framkvæmdastjórninni. Þingið hefur völd til að samþykkja eða hafna tilnefningum um forseta framkvæmdastjórnarinnar og framkvæmdastjóra og það getur samþykkt vantraust á framkvæmdastjórnina í heild sinni.
3.    Það deilir yfirráðum yfir fjárlögum ESB með ráðherraráðinu og getur þannig haft áhrif á útgjöld sambandsins. Undir lok fjárlagagerðar samþykkir þingið eða hafnar fjárlögunum í heild sinni.

Þessum þremur hlutverkum er nánar lýst hér.


Hvernig starfar Evrópuþingið?

Þingmenn kjósa sér forseta til tveggja og hálfs árs í senn. Forseti þingsins er fulltrúi þess gagnvart öðrum stofnunum ESB og aðilum utan ESB en 14 varaforsetar styðja forsetann í verkefnum sínum. Forseti Evrópuþingsins og forseti ráðherraráðsins undirrita öll lög sem hafa hlotið samþykki.

Störfum Evrópuþingsins er skipt í tvö höfuðsvið:

  • Undirbúningur allsherjarfunda: Þetta starf er unnið af þingmönnum í 20 fagnefndum þingsins, svo sem nefnd um efnahags- og peningamál (ECON) og nefnd um alþjóðaviðskipti (INTA). Umfjöllunarefni þingsins hverju sinni eru einnig tekin til umræðu í stjórnmálahópunum.
  • Allsherjarfundir: Allir Evrópuþingmenn sækja allsherjarfundina sem eru venjulega haldnir mánaðarlega í Strassborg og standa í eina viku. Einstaka sinnum eru auka allsherjarfundir haldnir í Brussel. Á allsherjarfundunum tekur þingið fyrir frumvörp og greiðir atkvæði um breytingatillögur og frumvörp í heild sinni. Auk löggjafarstarfsins fara fram umræður um skýrslur frá ráðherraráðinu og framkvæmdastjórninni og um evrópsk eða alþjóðleg mál sem eru í brennidepli.

 

Leiðtogaráðið: stefnan mótuð