This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Er rétt að brottkast sé leyft í ESB?


Með endurbættri sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy), sem tók gildi þann 1. janúar 2014, er brottkast bannað. Bannið tekur gildi í áföngum, fyrst gagnvart uppsjávarfiski  frá 2015 og þar á eftir gagnvart öðrum tegundum. Aðlögunartímabili lýkur árið 2018. Frá 2019 verður í gildi algert bann við brottkasti fisks.  

Meginmarkmið endurbættrar fiskveiðistefnu er að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum. Auk banns við brottkasti er sjómönnum meðal annars gert að landa öllum arðbærum afla sem veiddur er og aðildarríkin verða að tryggja að fiskiskip þeirra séu þannig búin að hægt sé að hafa eftirlit með og skrásetja allar fiskveiðar og fiskvinnslu.

Aðgerðirnar munu leiða til áreiðanlegri gagna um fiskistofna, styðja við bætta fiskveiðistjórnun, bæta nýtingu á auðlindum og hvetja sjómenn til þess að komast hjá meðafla með auknum tækninýjum, þar með talið bættum veiðarfærum.