This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Menntun, starfsþjálfun og ungmennastarf

Hvert aðildarríki mótar sína menntastefnu en aðildarríkin setja sér jafnframt sameiginleg markmið og miðla á milli sín af reynslu og þekkingu. 

Evrópusambandið leggur mikið upp úr alþjóðlegri menntamiðlun og símenntun borgara (sinna). Helstu áætlanir ESB eru:

  • Leonardo da Vinci áætlunin. Henni er ætlað að styðja einstaklinga í verknámi, sér í lagi þjálfun ungra starfsnema utan þeirra heimalands, og samstarfsverkefni sem tengja starfsmenntunarskóla við fyrirtæki.
  • Erasmus áætlunin styrkir stúdenta og háskólasamstarf en frá árinu 1987 hafa 2.5 milljónir nemenda tekið þátt í starfinu. Erasmus Mundus veitir háskólanemum og rannsóknarfólki víðsvegar að úr heiminum tækifæri til að afla sér menntunar á meistara- eða doktorsstigi. Í því felast jafnframt möguleikar á að velja til þess námsleiðir þar sem að koma að minnsta kosti þrír evrópskir háskólar.
  • Grundtvig áætlunin styrkir fullorðinsfræðslu og þá sérstaklega þverþjóðleg samstarfsverkefni, tengslanet og skiptiverkefni. 
  • Comenius styrkir evrópsk samstarfsverkefni milli skóla og kennara þeirra,  auk nemendaskipta á gagnfræðastigi sem og rafrænt skólasamstarf og kennslu (en. eTwinning).
  • Marie Curie – styrkir þjálfun sérfræðinga og gefur rannsakendum sem lokið hafa meistaranámi færi á að flytja sig um set til stofnana, fyrirtækja eða háskóla í öðrum löndum.

 

Meira


Hér má finna upplýsingar um þessar áætlanir á Íslandi.

 

 

* Þessi texti er þýðing á efni sem fengið er af vefsíðu Evrópusambandsins: europa.eu. 
 Til baka