This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Landbúnaður


Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB þjónar margvíslegum tilgangi: Ekki aðeins styður hún bændur við framleiðslu á öruggum matvælum, heldur veitir hún einnig stuðning við umhverfisvernd, bætta velferð dýra og styrkir vænleg samfélög í dreifbýli.

Gæði umfram magn...


Stefna ESB um landbúnað hefur tekið breytingum í gegnum árin í takt við breyttar aðstæður í Evrópu. Í dag er lögð áhersla á að:

  • gera bændum kleift að framleiða nægilegt magn af öruggum, hágæða matvælum (t.d. kornvörum, kjöti, mjólk, ávöxtum, grænmeti eða víni) fyrir evrópska neytendur, stuðla að fjölbreyttu hagkerfi í dreifbýli, sinna umhverfisvernd og veita dýrum umönnun í hæsta gæðaflokki.
  • styðja neytendur í upplýstri ákvarðanatöku um matinn sinn með valfrjálsum gæðamerkingum ESB. Merkingarnar - sem segja til um uppruna vörunnar og notkun hefðbundinna hráefna og aðferða (þar með talið lífrænna) – styrkja að auki samkeppnishæfni evrópskra matvæla á alþjóðamörkuðum.
  • stuðla að nýsköpun í landbúnaði og matvælaiðnaði (með aðstoð rannsóknarverkefna á vegum ESB) í þeim tilgangi að auka framleiðni og draga úr umhverfisáhrifum, t.d. með því að að nýta aukaafurðir og úrgang til orkuframleiðslu.
  • hvetja til sanngjarnra viðskipta (e. fair trade) við þróunarríki  - með því að draga úr styrkjum ESB til útflutnings landbúnaðarvara, sem auðveldar þróunarríkjunum að selja vörur sínar.

 

Horft til framtíðar


Meðal framtíðar áskoranna er nauðsyn þess að tvöfalda matvælaframleiðslu heims fyrir 2050 til að koma til móts við fólksfjölgun og aukna kjötneyslu efnameiri neytenda. Á sama tíma þarf að takast á við áhrif loftslagsbreytinga (minni líffræðilegan fjölbreytileika, versnandi jarðveg og lakari vatnsgæði).

Til að bregðast við þessum áskorunum, og óskum evrópskra borgara, mun landbúnaðarstefna ESB eftir 2013 leggja ríkari áherslu á:

  • sjálfbæra búskaparhætti
  • nýsköpun , rannsóknir og útbreiðslu þekkingar
  • sanngjarnara stuðningskerfi fyrir evrópska bændur.

 

Hvers vegna er svo stórum hluta fjármagns ESB varið í stuðning við býli?


Landbúnaðarstefnunni er stýrt miðlægar á evrópskum vettvangi en öðrum stefnum sambandsins. Þetta felur í sér að þeim peningum sem aðildarríkin hefðu varið í landbúnað er ráðstafað af Evrópusambandinu. Engu að síður hafa fjárframlög til landbúnaðar, sem hlutfall af heildarfjárlögum ESB, dregist mikið saman síðastliðin ár (úr 70% á 8. áratug síðustu aldar í um 40% í dag). Þetta endurspeglar hvoru tveggja aukna þátttöku ESB í öðrum málaflokkum og hagræðingu vegna endurbóta - endurbóta sem hafa gert ESB kleift að taka á móti tólf nýjum aðildarríkjum frá því 2004 án aukinna fjárútláta til landbúnaðar.

Meira

* Þessi texti er þýðing á efni sem fengið er af vefsíðu Evrópusambandsins: europa.eu.


Til baka