This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Stækkun

Svæði í þenslu


Frá stofnun Evrópusambandsins árið 1957 hefur aðildarríkjum þess fjölgað úr 6 í 28.

Útbreiðsla velmegunar og lýðræðis


Frá upphafi hefur markmiðið verið að taka vel á móti nýjum aðildarríkjum. Sannfæring stofnenda ESB fyrir tilgangi sambandsins var svo sterk að þeir vildu halda dyrunum opnum fyrir önnur Evrópuríki.

Svar Evrópusambandsins við breyttu pólitísku landslagi í Evrópu síðastliðin 50 ár hefur verið að hjálpa mögulegum aðildarríkjum til að koma á hagvexti og styrkja lýðræði í þeim ríkjum sem brotist hafa undan einræðistjórn. 


Sameining austurs og vesturs 


Þau sex ríki sem stóðu að stofnun ESB árið 1957 voru Belgía, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Lúxemborg og Holland.

Frá 1973 hafa flest ríki Vestur-Evrópu gengið til liðs við sambandið.

Eftir hrun kommúnistastjórna árið 1989 urðu mörg ríki Mið- og Austur-Evrópu aðilar að Evrópusambandinu. Stækkunin átti sér stað í tveimur lotum árin 2004 og 2007. 

Hér má finna lista yfir aðildarríki ESB.

Hverjir geta orðið aðilar?


Í sáttmálanum um Evrópusambandið kemur fram að hvaða Evrópuríki sem er megi sækja um aðild að ESB svo fremi sem það beri virðingu fyrir og sé tilbúið að halda á lofti lýðræðislegum gildum sambandsins.


Ríki geta þá aðeins orðið aðilar að sambandinu ef þau uppfylla aðildarskilmálana. Þeir eru:


  • pólitískir - ríki þarf að hafa stöðugar stofnanir sem tryggja lýðræði, réttarríkið og mannréttindi.
  • efnahagslegir - ríki þarf að búa við virkan markaðsbúskap og geta tekist á við samkeppni og viðskiptaöfl innan ESB.
  • lagalegir - það þarf að samþykkja og framfylgja lögum ESB – og þá sérstaklega þeim sem lúta að pólitískum, efnahagslegum og peningalegum markmiðum sambandsins.Hvernig virkar stækkunarferlið?


Stækkun ESB fer fram í þremur stigum (sem öll þurfa að vera samþykkt af aðildarríkjum sambandsins):

  1. Ríki er boðin hugsanleg aðild. Það þýðir að ríki skuli fá stöðu umsóknarríkis þegar það er tilbúið.
  2. Ríki er boðin staða umsóknarríkis - en það þýðir ekki að formlegar aðildarviðræður séu hafnar.
  3. Formlegar aðildarviðræður milli umsóknarríkis og ESB hefjast. Viðræðuferlið felur yfirleitt í sér umbætur sem miða að því að umsóknarríkið taki yfir reglur Evrópusambandsins.Þegar báðir samningsaðilar (þ.e. umsóknarríkið og ESB) hafa lokið bæði samningaviðræðum og umbótum á þann veg að báðir aðilar séu sáttir getur ríkið orðið aðili að ESB - að því gefnu að öll ríki sambandsins séu samþykk aðild umsóknarríkisins.

Hver gætu orðið næstu aðildarríki ESB?


Evrópusambandið hefur sem stendur boðið 9 ríkjum hugsanlega aðild: Albaníu, Tyrklandi, Íslandi og öllum ríkjum fyrrum Júgóslavíu (nema Slóveníu sem er nú þegar aðili að ESB).


Fimm þessara ríkja eru nú með formlega stöðu umsóknarríkis:


•    Tyrkland
•    Serbía
•    Makedónía (Fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu)
•    Ísland  
•    Svartfjallaland


Meira hér


* Þessi texti er þýðing á efni sem fengið er af vefsíðu Evrópusambandsins: europa.eu.
Til baka