This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Grundvallarréttindi


Evrópusambandið grundvallast á meginreglunum um lýðræði og réttarríkið og  gildum mannlegrar reisnar, frelsis, jafnréttis auk mannréttinda, þar með töldum réttindum þeirra sem tilheyra minnihlutahópum.

Að virða og stuðla að grundvallarréttindum


Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi
sameinar í einum texta öll þau persónulegu, borgaralegu, pólitísku, efnahagslegu og félagslegu réttindi sem fólk innan ESB nýtur.

Sáttmálinn varð að lögum innan ESB þegar Lissabon sáttmálinn gekk í gildi. Stofnunum sambandsins er skylt að virða þau réttindi sem útlistuð eru í sáttmálanum.

Sáttmálinn gildir einnig um aðildarríki ESB, en aðeins við framfylgni laga ESB.

Evrópusambandið getur ekki blandað sér í málefni er varða grundvallarréttindi á þeim sviðum sem valdsvið sambandsins nær ekki til.

Með Lissabon sáttmálanum er ESB orðið aðili að Evrópusamningi um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem gerir mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg heimilt að hafa eftirlit með lögum ESB.

Framfylgni við sáttmálann


Framkvæmdastjórn ESB notast við vegvísi um skilvirka innleiðingu sáttmálans frá október 2010. Markmiðið er að tryggja að ESB fari í einu og öllu eftir sáttmálanum og verndi grundvallarréttindi borgara sinna.

Til þess að hægt sé að fylgjast með framfylgni við sáttmálann hefur framkvæmdastjórnin frá árinu 2010 gefið út árlega skýrslu þar sem farið er yfir framvindu mála.

Réttindi barna


Tvö af lykilmarkmiðum Evrópusambandsins eru að stuðla að og vernda réttindi barna en Lissabon sáttmálinn undirstrikar þessi markmið.

Til að verja réttindi barna:

  • gengst sáttmálinn við því að nauðsynlegt sé að þróa, framkvæma og fylgjast með stefnum ESB sem beint eða óbeint hafa áhrif á börn, með hagsmuni barna að leiðarljósi;
  • tryggir sáttmálinn rétt barna til verndunar og þeirrar umönnunar sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð þeirra;
  • gengst sáttmálinn við því að nauðsynlegt sé að vernda börn gegn misnotkun, afskiptaleysi, brotum á réttindum þeirra, og að vernda verði börn gegn aðstæðum sem ógna velferð þeirra.

 

Önnur grundvallarréttindi


Í samræmi við framkvæmd sáttmálans berst framkvæmdastjórn ESB gegn kynþáttafordómum og útlendingahatri, fordómum gegn samkynhneigðum og fyrir vernd minnihlutahópa.

Við framkvæmd stefnu um grundvallarmannréttindi reiðir framkvæmdastjórnin sig á gögn og upplýsingar frá skrifstofu grundvallarmannréttinda.


Meira hér
* Þessi texti er þýðing á efni sem fengið er af vefsíðu Evrópusambandsins: europa.eu.


Til baka