Evrópsk tákn

EvrópufáninnEvrópufáninn

Þetta er Evrópufáninn. Hann er ekki bara tákn Evrópusambandsins heldur líka tákn um einingu Evrópu í víðari skilningi. Gylltu stjörnurnar sem mynda hring tákna samstöðu og samhljóm milli íbúa álfunnar.

Fjöldi stjarnanna hefur ekkert með fjölda aðildarríkja að gera. Stjörnurnar eru 12 vegna þess að upphaflega er talan 12 tákn um fullkomnun, heilleika og einingu. Fáninn helst því óbreyttur hvað sem líður stækkun Evrópusambandsins.

____

Óðurinn til gleðinnar

Þetta er ekki bara söngur Evrópusambandsins heldur Evrópu í víðari skilningi. Laglínan er úr níundu sinfóníu Ludwigs Van Beethoven sem hann samdi árið 1823.

Í lokakafla Sinfóníunnar setur Beethoven inn „Óðinn til gleðinnar“ sem Friedrich von Schiller orti árið 1785. Þetta kvæði tjáir hugsjón Schillers um bræðralag mannkynsins – hugsjón sem Beethoven deildi með Schiller.

Árið 1972 gerði Evrópuráðið (sama stofnun og hannaði Evrópufánann) „Óðinn til gleðinnar“ eftir Beethoven að sínum eigin söng. Hinum víðþekkta hljómsveitarstjóra Herbert Von Karajan var boðið að útsetja verkið fyrir píanó, blásturshljóðfæri og sinfóníuhljómsveit. Án orða en á alþjóðlegu tungumáli tónlistarinnar tjáir verkið þær hugsjónir um frelsi, frið og samstöðu sem Evrópa stendur fyrir.

Árið 1985 gerðu þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir aðildarríkja ESB lagið að opinberum söng Evrópusambandsins. Laginu er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir þjóðsöngva aðildarríkjanna heldur að minna á gildin sem þau deila og einingu þeirra í fjölbreytileikanum.

Evrópudagurinn 9. maí

Þann 9. maí árið 1950 lagði Robert Schumann fram tillögur sínar um náið samstarf Evrópuríkja til að koma á varanlegum friði og hagsæld í álfunni. Tillögur hans eru þekktar undir heitinu „Schumann-yfirlýsingin“ og er talin marka upphaf Evrópusambandsins.

Í dag er 9. maí orðinn að Evróputákni (Evrópudagurinn) sem ásamt fánanum, lofsöngnum, einkunnarorðunum og sameiginlegri mynt (evrunni) er tákn um einingu Evrópusambandsins. Evrópudagurinn er vettvangur starfsemi og hátíðarhalda sem færa Evrópu nær íbúunum og fólk í sambandinu nær hvert öðru.

____

„Sameinuð í fjölbreytileika“ eru einkunnarorð Evrópusambandsins.

Einkunnarorðin tákna samstöðu Evrópubúa í að vinna að friði og velmegun og minna á að í margbreytileika menningar og tungumála í Evrópu felst styrkleiki.