Framkvæmdastjórnin kynnir nýjar ráðstafanir og bendir á lykiltækifæri til efnahagsbata með aukinni atvinnu. (20/04/2012)

Þegar atvinnuleysi hefur aldrei verið jafn mikið innan ESB og efnahagsspár varpa dökkri mynd af ástandi komandi mánaða stígur framkvæmdastjórn ESB fram með haldbærar tillögur að aukinni atvinnusköpun. Áhersla er lögð á eftirspurn við atvinnusköpun, þar sem lagðar eru fram tillögur fyrir aðildarríkin um hvernig fjölga megi ráðningum með lækkun skatta á atvinnustarfsemi eða með auknum stuðningi við sprotafyrirtæki. Þá er bent á þau svið þar sem mestar líkur eru á atvinnusköpun í framtíðinni: Græna hagkerfið, heilbrigðisþjónustu og  fjarskiptatækni. Í tillögunum er undirstrikuð þörfin fyrir ríkari áherslu af hálfu ESB á atvinnu- og félagsmál í stefnumótun sambandsins og lagt er til að forsvarsmenn atvinnuveitenda og launþega taki í auknum mæli þátt í stefnumótun á vettvangi ESB.

Lesa má fréttatilkynninguna í heild sinni hér: http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/12/380&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en