UN Women og ESB taka höndum saman í baráttunni fyrir auknu jafnrétti kynjanna (16/04/2012)

Evrópusambandið og UN Women hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að styrkja samstarf sitt í þágu kynjajafnréttis og valdeflingar kvenna.

Catherine Ashton, utanríkismálastýra ESB, framkvæmdastjóri þróunarmála, Andris Piebalgs og framkvæmdastýra UN Women, Michelle Bachelet skrifuðu undir nýja viljayfirlýsingu þess efnis í Brussel í byrjun vikunnar.
Stofnanirnar tvær áréttuðu þar með sameiginlegan vilja til að styðja við kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim og tryggja nánara samstarf á því sviði. Í því felst meðal annars að deila upplýsingum, sérfræðiþekkingu og greiningu á aðstæðum til að vinna markvisst að réttindum kvenna. Samstarfinu er sér í lagi ætlað að efla hlut kvenna í ákvarðanatöku í efnahagslegu, pólitísku og réttarfarslegu tilliti, auk þess að bæta aðgengi kvenna að vinnu og félagslegum tækifærum.