Yfirlýsing frá utanríkismálastýru ESB, Catherine Ashton, í tilefni af alþjóðlegum og evrópskum Degi vatnsins, 23. mars 2012 (23/03/2012)

Ómengað drykkjarvatn og hreinlæti eru forsenda þess að lifa heilnæmu lífi með reisn. Hins vegar hafa milljónir einstaklinga og fjölskyldna um allan heim ekki enn aðgang að hreinu drykkjarvatni og eru þar af leiðandi svipt grundvallar mannréttindum. Á hverjum degi deyja yfir 4000 manns úr sjúkdómum sem rekja má til skorts á hreinu drykkjarvatni en mest eru það börn undir fimm ára aldri. Auk þess búa meira en 2,4 milljónir manna án fullnægjandi hreinlætisaðstöðu.

Evrópusambandið vinnur markvisst að því að auka aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu í samstarfsríkjum sínum. Árlega veitir ESB nærri 400 milljónum evra í vatns- og fráveituverkefni í 35 samstarfsríkjum. Þar er lögð áhersla á að byggja upp fráveitu- og vatnsveitukerfi til að tryggja grunn hreinlætisaðstöðu og efla stjórnsýslu vatnsmála. Þá leggur Evrópusambandið sig fram um að stuðla að alþjóðlegum aðgerðum vegna grundvallarhlutverks vatns í því að tryggja lífskjaraþróun, efnahagsþróun og öryggi.