Hlutverk sendinefndarinnar

Sendinefndin hefur stöðu sendiráðs og er fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi. Sendinefndin er ein af yfir 130 sendinefndum sem ESB starfrækir víðsvegar um heiminn, í löndum sem ekki eru aðilar að ESB. Sendinefndin var opnuð á Íslandi í janúar 2010 í kjölfar þess að að ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að ESB sumarið 2009. Fram að þeim tíma hafði sendinefnd ESB í Noregi haft umsjón með málefnum er tengdust samskiptum við Ísland.

Meginhlutverk sendinefndarinnar er að vera fulltrúi ESB gagnvart stjórnvöldum á Íslandi, miðla upplýsingum til höfuðstöðva ESB í Brussel um afstöðu og hagsmuni Íslands og veita almennum borgurum, félaga- og hagmunasamtökum, fjölmiðlum og öðrum, upplýsingar um ESB.