This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Orkumál

Meginarkmið hinnar sameiginlegu orkustefnu ESB er að tryggja öruggt framboð á orkugjöfum og þjónustu á mörkuðum, á viðráðanlegu verði fyrir almenna neytendur sem og fyrirtæki. Þá er henni ætlað að styðja við stefnur ESB í félags og loftslagsmálum. Markmið orkustefnunnar um að tryggja samkeppnishæfa, sjálfbæra og örugga orku eru sett fram í Lissabonsáttmálanum.

Áætlun ESB í orkumálum,„Energy 2020 strategy“, er metnaðarfull áætlun fyrir orkustefnu en þar eru skilgreind forgangsmál næsta áratugar og settar fram aðgerðir sem hrinda á í framkvæmd.

Orkuvegvísir Evrópusambandsins,„Energy Roadmap 2050“, leggur grunninn að þróun langtímastefnu í Evrópu í samstarfi við hagsmunaaðila. Hann er til marks um einbeittan vilja sambandsins til að draga úr losun gróðuhúsalofttegunda um 80-95%, niður fyrir 1990 viðmiðin, fyrir árið 2050. 

 

MeiraKrækja á Áætlun ESB í orkumálum 2020


Krækja á Orkuvegvísi Evrópusambandsins 2050

 

 

* Þessi texti er þýðing á efni sem fengið er af vefsíðu Evrópusambandsins: europa.eu.
Til baka