This site has been archived on (2015/08/19)
19/08/2015

Menning og tungumál

Evrópa er stolt af þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún býr yfir – hvort heldur sem er í tungumálum, bókmenntum, leikhúsi, kvikmyndum, dansi, myndlist, byggingarlist eða handverki. Því jafnvel þótt menning eigi sér rætur í einu ríki eða svæði þá er menning arfleið sem við deilum og hana vill ESB vernda og gera aðgengilega.


Tungumálastefna ESB er nátengd menningarstefnu sambandsins. Auk þess að státa af 24 opinberum tungumálum finnast í Evrópu rúmlega 60 svæðisbundin og viðurkennd tungumál þjóðarbrota. Evrópusambandið leggur sig í líma við að varðveita þessa fjölbreytni í tungumálaflóru aðildarríkjanna og styður við tungumálakennslu í hverju og einu þeirra.

 

Hlustaðu á hljóðdæmi úr opinberum tungumálum sambandsins

Borgarar ESB eiga rétt á því að senda skjöl á öllum tungumálum aðildarríkjanna til stofnana ESB og fá svar á sama tungumáli. Þá eru allar reglur sambandsins og lagaskjöl þýdd á hin 24 opinberu tungumál. Auk þess hafa þjóðkjörnir fulltrúar á Evrópuþinginu rétt til þess að flytja mál sitt á hvaða opinbera tungumáli ESB sem þeir kjósa.

 

Hér getur þú lesið meira um fjöltyngi and menningu innan ESB.

 

Hér má nálgast bæklinginn Talað fyrir Evrópu: Tungumál Evrópusambandsins á pdf.

 

 
* Þessi texti er þýðing á efni sem fengið er af vefsíðu Evrópusambandsins: europa.eu. 
 Til baka